Á Tóney er unnið að tónlist á breiðum grunni, í formi námskeiða, fyrirlestra, hóp- og einkakennslu. Áhersla er lögð á hljóðfæraleik, söng og almenna tónlistarþjálfun, auk tækni- og fræðipælinga, tónsmiðju og margvíslegra verkefna tengdum tónlist. Starfið er mótað í þremr önnum; haust- og vorönn með flest námskeið í boði en einnig sumarönn þar sem lögð sérstök áhersla á styttri námskeið og vinnustofur. Klassík-, jazz-, heims- og tilraunatónlist eiga samastað á Tóney en gert er ráð fyrir þátttakendum á öllum aldri.