Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Námskeið

Tónfræði

Á Tóney höfum við kennt tónfræði í styttri einingum, farið frekar hratt í gegnum efni með það í huga að margir þátttakendur í námskeiðinu hafa einhvern grunn og oft talsverða reynslu af tónlist, án þess að átta sig á því að þeir kunni í raun talsvert fyrir sér í tónfræðum.   Á þennan hátt höfum við t.d. kennt nemendum í hljóðupptökutækni frá Stúdó Sýrlandi, opnað fyrir þeim heim nótnanna á þann hátt sem þau geta nýtt sér við hljóðritun tónlistar.

Þeim sem áhuga hafa á auka þekkingu sína í tónfræðum er bent á að hafa samband við okkur á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við skoðum lausnir.

 

Hljóðfæranám í grunnskólum á vegum Tóneyjar

Hópnámskeið í grunnskóla

Tóney býður upp á hópnámskeið fyrir nemendur á aldrinum 8-16 ára. Boðið er upp á hljóðfærakennslu í hópi á eftirfarandi hljóðfæri: gítar, bassa, trommur og hljómborð.

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 hóptímar
  • lengd kennslustunda; 40 mínútur
  • fjöldi þátttakenda; 3-5
  • verð; kr. 35.000

Kennsla fer fram í þeim grunnskólum sem Tóney er í samstarfi við og fer skráning fram í gegn um viðkomandi skóla eða í gegnum skráningarsíðu Tóneyjar. Meðal grunnskóla sem Tóney starfar með veturinn 2016 - 17 eru Sæmundarskóli, Fellaskóli, Hagaskóli og Breiðagerðisskóli.

 

Forskóli í grunnskóla

Tóney býður upp á hópnámskeið í forskóla fyrir nemendur á aldrinum 5-9 ára. Nemendur fá þá grunn sem þeir geta nýtt áfram í hljóðfæranámi.

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 hóptímar
  • lengd kennslustunda; 40 mínútur
  • fjöldi þátttakenda; 8-10
  • verð; kr. 27.000

Kennsla fer fram í þeim grunnskólum sem Tóney er í samstarfi við og fer skráning fram í gegn um viðkomandi skóla eða í gegnum skráningarsíðu Tóneyjar. Meðal grunnskóla sem Tóney starfar með veturinn 2016 - 17 eru Sæmundarskóli, Fellaskóli og Breiðagerðisskóli.

 

 

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið fyrir 9-12 ára

Tóney stendur fyrir tónsmiðjum að sumri.  Kennt er í húsnæði Tóneyjar, Síðumúla 8, 108 ReykjvavÌk, efri hæð.

Nemendum er skipt í hópa eftir aldri og reynslu.  Hámarks þátttakendafjöldi er 20 nemendur í hvorn aldurshóp en þeim er síðan skipt í smærri hópa sem vinna sjálfstæð tónverk.  Kennarar eru allir starfandi tónlistarmenn með mikla kennslureynslu.

Á sumarnámskeiðinu eru samin margvísleg tónverk og fjölbreyttum aðferðum er beitt við tónsmíðarnar, ólíkar stefnur og stílar.  Þátttakendur semja, æfa og flytja tónverkin sjálfir. Fjölbreytt úrval hljóðfæra er í Tóney en æskilegt að þeir sem æfa hljóðfæraleik komi einnig með sín hljóðfæri.  Unnið er stórt hópverk og í minni hópum/hljómsveitum.  Öll tónverk eru hljóðrituð og úrval verka gefið út á geisladiski í lok námskeiðs.  Námskeiðinu lýkur með tónleikum.

Námskeiðstímabil

  • TÓNSMIÐJA  07.-20. ágúst, kl. 09.00 - 12.00, 9 - 12 ára

SKRÁNING

Enn er tekið við skráningum á námskeiðið í ágúst, smellið hér fyrir skráningu. Upplýsingar eru veittar í síma: 551 3888 eða með tölvupósti.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000 fyrir námskeiðið (10 virkir dagar). Veittur er 10% systkinaafsláttur.

 

Skapandi tónsmiðja

Tónsmiðjur, hópastarf og sérverkefni
Á Tóney er boðið uppá margvíslegar tónsmiðjur og hópkennslu eða starf í hópum. Hvert verkefni er unnið sjálfstætt og kostnaður breytilegur eftir verkefnum. Þátttökugjald og tímasetning fyrir hvert verkefni er auglýst sérstaklega.

Skráning

 

Söngnámskeið

Söngnám á Tóney

Tóney býður upp á söngkennslu fyrir nemendur á aldrinum 9-16 ára. Tímarnir eru hóptímar þar sem farið er grunnatriði söngtækni á léttan, skemmtilegan og skapandi hátt.

 

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 hóptímar
  • lengd kennslustunda; 1 klst
  • fjöldi þátttakenda; 3-5
  • verð; kr. 60.000

 

Kennsla fer fram á Tóney Síðumúla 8, Reykjavík. Skráning.

Söngnám í grunnskólum

Tóney býður upp á söngkennslu fyrir nemendur á aldrinum 9-16 ára. Tímarnir eru hóptímar þar sem farið er grunnatriði söngtækni á léttan, skemmtilegan og skapandi hátt.

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 hóptímar
  • lengd kennslustunda; 40 mínútur
  • fjöldi þátttakenda; 3-5
  • verð; kr. 35.000

Kennsla fer fram í þeim grunnskólum sem Tóney er í samstarfi við og fer skráning fram í gegn um viðkomandi skóla. Þeir grunnskólar sem Tóney starfar með eru Sæmundarskóli, Fellaskóli og  Hagaskóli.

 

Hljóðfæranám á Tóney

Einkanám á Tóney

Tóney býður upp á einkanám á mörg hljóðfæri, s.s. gítar, bassa, trommur, tréblásturhljóðfæri, strengjahljóðfæri, hljómborð, píanó, harmoniku, sekkjapípur og ýmis önnur óhefðbundin hljóðfæri. Ekkert aldurstakmark er á einkanáminu og geta allir sótt um. Sjá má hverjir kenna á Tóney hér.

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 einkatímar
  • lengd kennslustunda; 1 klst
  • fjöldi þátttakenda; 1
  • verð; kr. 90.000

Kennsla fer fram á Tóney Síðumúla 8, Reykjavík. Skráning.


Hópnámskeið á Tóney

Tóney býður upp á hópnámskeið fyrir nemendur á aldrinum 8-16 ára. Boðið er upp á hljóðfærakennslu í hópi á eftirfarandi hljóðfæri: gítar, bassa, trommur og hljómborð. Sjá má hverjir kenna á Tóney hér.

  • lengd námskeiðs; 12 vikur
  • fjöldi kennslustunda; 12 hóptímar
  • lengd kennslustunda; 1 klst
  • fjöldi þátttakenda; 3-5
  • verð; kr. 60.000

Kennsla fer fram á Tóney Síðumúla 8, Reykjavík. Skráning.


 

Sibelius nótnaskriftarforrit

Námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér þetta magnaða nótnaskriftarforrit. Boðið verður upp á tíma fyrir byrjendur og lengra komna. Gert er ráð fyrir að þátttakendur eigi eða hafi aðgang að forritinu. Raunhæfast er að mæta með fartölvu og leysa verkefni með aðstoð á staðnum.

Kennarar: Guðni Franzson og Snorri S. Birgisson


skráning

 

Tækni og fræði

Tónlistarforrit - tækni
Á Tóney er boðið uppá námskeið í mörgum helstu tónlistar og hljóðvinnsluforritum; Pro Tools, Sibelius, Ableton Live, Reason, Native Instruments, Max MSP og fl. Kennt er í hópum minnst 4 í hóp, mest 8 í hóp. Raðað er í hópa eftir hentugleik, aldri, reynslu og fyrri störfum.

Skráning


 


Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði