Velkomin á Tóney

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Tónfræði og smiðja

Tónfræði

Á Tóney höfum við kennt tónfræði í styttri einingum, farið frekar hratt í gegnum efni með það í huga að margir þátttakendur í námskeiðinu hafa einhvern grunn og oft talsverða reynslu af tónlist, án þess að átta sig á því að þeir kunni í raun talsvert fyrir sér í tónfræðum.   Á þennan hátt höfum við t.d. kennt nemendum í hljóðupptökutækni frá Stúdó Sýrlandi, opnað fyrir þeim heim nótnanna á þann hátt sem þau geta nýtt sér við hljóðritun tónlistar.

Þeim sem áhuga hafa á auka þekkingu sína í tónfræðum er bent á að hafa samband við okkur á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við skoðum lausnir.

 

Skapandi tónsmiðja

Tónsmiðjur, hópastarf og sérverkefni
Á Tóney er boðið uppá margvíslegar tónsmiðjur og hópkennslu eða starf í hópum. Hvert verkefni er unnið sjálfstætt og kostnaður breytilegur eftir verkefnum. Þátttökugjald og tímasetning fyrir hvert verkefni er auglýst sérstaklega.

Skráning

 


Frístundakortið

Tóney er aðili að frístundakorti Reykjavíkurborgar
Borði